FréttanetiðÚtlit

Vittu til… andlitið þitt segir ótrúlega mikið… um PERSÓNULEIKANN þinn – MYNDIR

“Andlitslögun þín segir til um persónuleika þinn og hvernig þú hagar þér í lífinu,” segir Jean Haner, sérfræðingur í að lesa andlit, í samtali við tímaritið Cosmopolitan.

gallery-1443724090-lucy-lui-rectangle-face-shape

Rétthyrnt andlit

Fólk með þetta andlitsfall kann að meta rökfestu og eru góðir hugsuðir. En þetta sama fólk ofhugsar oft hlutina. Það skipuleggur hluti en talar ekki oft um tilfinningar sínar. Það fer oft í ræktina til að losna við spennuna sem myndast þegar maður býr of mikið í sínu eigin höfði.

gallery-1443725581-ginnifer-goodwin-round-crop

Hringlótt andlit

Þetta þýðir að þú ert félagsvera sem gefur mikið af þér og ert góð og setur fólk alltaf í fyrsta sæti. Ókosturinn við það er að þú lætur fólk of mikið í fyrsta sæti þannig að þú færð ekki það sem þú þarft úr sambandinu.

gallery-1443724148-taylor-diamond

Demantalaga andlit

Hér er um að ræða manneskju sem tekur stjórnina og vill að hlutir séu gerðir á vissan hátt. Þetta fólk er með auga fyrir smáatriðum og þess vegna framleiðir það gæðaafurðir. Þetta er manneskja sem er nákvæm og góð í samskiptum. En þessi manneskja getur líka notað orð á illkvittinn hátt ef þú lendir í rifrildi við hana.

gallery-1443725435-beyonce-crop-for-oval

Sporöskjulaga andlit

Þessi manneskja segir alltaf það rétta og lætur fólki líða vel. Þessi manneskja getur hins vegar einnig gleymt sér í að finna alltaf það rétta að segja.

gallery-1443724209-mena-suvari-square-shaped

Ferhyrnt andlit

Þetta fólk er með mikið úthald og vílar því ekki fyrir sér að taka að sér risastór verkefni.

gallery-1443725519-kelly-osbourne-triangle-crop

Peru- eða þríhyrningslaga andlit

Þessi einstaklingur vill ráða. En út af því að hann er með mikinn drifkraft þá fagnar hann yfirleitt mikilli velgengni.