FréttanetiðHeilsa

Vissir þú að matarskál gæludýrsins þíns…er GRÓÐRASTÍA fyrir bakteríur?

Þrífur þú matarskál gæludýrsins þíns á hverjum degi? Ef ekki þá ættirðu að lesa þetta.

Samkvæmt vefnum Halo Pets ættir þú að þrífa skálina á hverjum degi með heitu sápuvatni. Það er út af því að gæludýrið eyðir miklum tíma í að sleikja ýmsa líkamsparta, þar á meðal afturenda og fætur, á hverjum degi. Á þessum tveimur svæðum er mikið af bakteríum sem þá færast yfir á trýnin og í matarskálarnar þar sem dýrin borða og drekka.

Þá er líka hægt að koma í veg fyrir sýkingar með því að þú sem gæludýraeigandi þvoir þér um hendur áður en þú gefur dýrunum að borða og geymir dýramat í lokuðum ílátum.