FréttanetiðFólk

SVONA SOFNAR þú… á 5 mínútum

Þessi hugleiðsla eða í raun sjálfdáleiðsla hefur breytt lífi margra sem eiga erfitt með svefn. Tæknin sem er kölluð 4-7-8 er einföld.  Það sem þú þarft að gera er eftirfarandi:

1. Leggstu á bakið í þægilega stellingu þar sem þér líður vel og þér er hlýtt.
2. Lokaðu augunum og andaðu djúpt í gegnum nefið. Innöndun til fulls ætti að taka 4 sekúndur.
3. Eftir það skaltu halda lofti í brjóstinu í 7 sekúndur.
4. Síðan skaltu byrja hægt og rólega að anda frá þér lofti í gegnum munninn í 8 sekúndur.

Ráðlegt er að endurtaka allt ferlið þar til þú nærð fullkomnri slökun.

Þetta er sáraeinföld aðferð sem dregur úr hjartsláttartíðni og þú byrjar að slaka á. Að auki þá virkar aðferðin hratt en eftir aðeins nokkrar endurtekningar munt þú finna fyrir vellíðan.   Haltu andanum með sérstaklega hægri útöndun sem hægir á hjartslættinum. Það er einföld lífeðlisfræði. Auk þess róar aðferðin hugann því þú ert stöðugt að telja og einbeita þér að því að anda.   Taugakerfi þitt nær að róa sig niður og tilfinningar og áhyggjuefni hverfa.

Læknir við Harvard, Andrew Weil, hefur rannsakað þessa tækni. Hann fann að aðferðin ,,4-7-8″ hefur verið þekkt af indverskum jóga-kennurum um aldir. Þeir notuðu tæknina í hugleiðslu til að ná að ljúka slökun.

Ef þú átt það til að vakna um miðjar nætur eða nærð ekki að sofna á kvöldin og hugsar endalaust um það hvernig þú getir mögulega sofnað eða ert kvíðin/n um komandi atburði skaltu prófa að nota aðferðina 4-7-8.