FréttanetiðFólk

Vínsmökkunar-námskeið á TAPAS-BARNUM… sem ÞÚ vilt ekki missa af

Í vetur býður veitingastaðurinn Tapas upp á skemmtilegt vínsmökkunarnámskeið og Tapas rétti.   Námskeiðin, sem eru frábær, eru tilvalin fyrir bæði einstaklinga og vina- eða starfsmannahópa en aðaláherslan í námskeiðunum er einfaldlega að hafa það gaman… saman.

Um námskeiðið sjá vínsnillingar Tapasbarsins ásamt Stefáni Inga Guðmundssyni víngúrú og Íslandsmeistara barþjóna árið 2015.

Farið yfir galdurinn við að para saman vín og mat
,,Við smökkum tíu tegundir af sérvöldum vínum með þrettán mismunandi tapasréttum og farið verður yfir galdurinn að para saman vín og mat,” segir Bergdís Örlygsdóttir markaðsstjóri Tapas barsins spurð út í þessa spennandi nýjung.

Meðal rétta sem verða smakkaðir verða er til dæmis:

 • Ekta spænsk serrano
 • Kolkrabbi
 • Saltfiskur
 • Beikonvafðar hörpuskeljar og döðlur
 • Hvítlauksbakaðir humarhalar
 • Iberico secreto
 • Lamb í lakkrís og ofl.

Námskeiðin verða haldin á fimmtudögum, á dagsetningunum sem sjá má hér neðar, milli klukkan 16 og 18. Miðað er við að á hverju námskeiði séu í kringum 16-18 þátttakendur. Námskeiðið kostar 6.900 kr. á mann og eru hverrar krónur virði því hér er á ferðinni skemmtun fyrir andann og auðvitað bragðlaukana.

 • 22. september
 • 6. október
 • 20. október
 • 3. nóvember
 • 17. nóvember

Skráning á námskeiðin fara fram á tapas@tapas.is

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 551-2344.