FréttanetiðFólk

Ef þú ætlar að verða 100 ÁRA… skaltu borða þessar 13 FÆÐUTEGUNDIR

Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver heldur því fram að ef þú nærist rétt þá nærðu auðveldlega 100 ára aldri.

jamieoliver

Jamie hefur ferðast um allan heim og tekið saman lista yfir 13 töfra-matvæli. Þar má nefna fisk, geitamjólk og egg sem eru efst á listanum hans.

Hann hefur fundið upp ýmsar brellur sem hann segir vera lykill að langlífi og ein þeirra er að draga úr neyslu á rauðu kjöti.

Í stuttu máli sagt segir sjónvarpsstjarnan að afleiðing af góðu mataræði sé langlífi og frábær lífsgæði.  Jamie hefur ferðast út um allan heim í leit að töfrafæði eins og til Costa Rica, Okinawa í Japan og grísku eyjunnar Icarus, en þar leggja íbúar áherslu á heilbrigt mataræði. Á þessum áfangastöðum lifir fólkið líka lengur en í öðrum heimshlutum og fjöldi sjúklinga í þessum löndum sem þjást af krabbameini og hjartasjúkdómum er mun lægri.

11egglove

Hér er listi yfir 13 matvæli sem Jamie ráðleggur fólki að borða sem vill verða 100 ára:

Egg sem er uppspretta D-vítamíns, A, B2 og B12, fólínsýru.
Geitamjólk því hún inniheldur kalsíum, prótein og vítamín.
Fiskur því hann er fullur af omega 3 fitusýrum.
Sætar kartöflur því þær innihalda vítamín A, B5 og B6.
Grænmeti og jurtir sem eru fullar af magnesíum og fólínsýru.
Tófú sem inniheldur átta nauðsynlegar amínósýrur, járn og kalsíum.
Valhnetur sem innihalda kopar, fólínsýru og magnesíum.
Svartar baunir því þær eru stútfullar af trefjum, kalíum, járni, fólínsýru og magnesíum.
Ferskir ávextir  því þeir innihalda fjöldan allan af mismunandi mikilvægum vítamínum.
Þari því í honum er járn og vítamín B12.
Hrísgrjón sem innihalda trefjar, magnesíum og fosfór.
Hvítlauk því hann inniheldur vítamín C og B6, mangan, selen og andoxunarefni.
Chili pipar er vítamín C og A og andoxunarefni.

Detoxing-Breakfast-Recipes

Morgunmaturinn mikilvægastur
,,Þegar ég ferðaðist um heiminn og heimsótti fólk sem nýtur lífsgæða og er við góða heilsu tók ég eftir að morgunmaturinn var mikilvægastur hjá þeim,” segir Jamie.  ,,Flest okkar þurfa orku á morgnana og yfir daginn til að ljúka öllu sem bíður okkar en ekki á kvöldin þegar við eigum að slaka á, hvíla líkamann og sofa,” sagði hann jafnframt.

lifebuzz-820a0ce42ab72fba3fc3ebdf8c1d79fd-original

ALLIRAA
15 fæðutegundir sem þú skalt forðast að borða. – Sjá meira HÉR.