FréttanetiðFólk

Fjögur RÁÐ… ef þú vilt SLÉTTAN MAGA

Fylgdu þessum fjórum heilræðum ef þú vilt sléttan maga.

1. Settu þér raunhæf og skýr markmið
Til þess að ná árangri þarftu að setja þér skýr markmið.  Of þungir einstaklingar sem eiga það til að þjást af sykursýki, háum blóðþrýstingi og kransæðasjúkdómum geta auðveldlega snúið við blaðinu með því að taka ákvörðun um breyttan lífstíl og standa við þá ákvörðun.  Taktu skrefið ef þú átt við heilsufarsvandamál að stríða með markmiðasetningu sem þú stendur við.

2. Útrýmdu streitu
Vegna streitu losar líkami þinn sig við hormón sem nefnist ,,kortisól” en það leiðir til þess að fitan sest framan á þig.  Finndu árangursríkar leiðir til að slaka á hvort sem það er með hugleiðslu, öndunaræfingum eða gæðastundum með vinum eða fjölskyldu. Stjórnaðu aðstæðum og róaðu þig niður ef og þegar þú ert undir álagi. Enn fremur getur þú dregið úr streitu með því að forðast óvæntar aðstæður og skipulagt þig betur en þú ert vanur/vön.

3. Uppfærðu æfingarnar þínar
Með aldrinum rýrna vöðvar hjá konum og körlum. Ef þú ert eldri en 40 ára er kominn tími til að koma líkamanum á óvart með því að endurskoða og endurbæta æfingakerfið þitt. Breyttu áherslunum þegar kemur að hreyfingu.

4. Ekki fara í megrun
Að vera sísvangur er ekki árangursrík leið til að léttast eða fá sléttan maga.  Ekki eltast við megrunarkúra. Veldu frekar heilbrigða óunna fæðu sem þú setur ofan í þig. Útrýmdu unnum matvælum og sykri úr lífstíl þínum.  Magafita er ein aðalorsök óholls mataræðis.