FréttanetiðHeilsa

Þetta er ekki flókið… ef þú vilt LÉTTAST… þá eru EGG málið

Frá þeim yngstu til þeirra elstu þá eru flestir ef ekki allir meðvitaðir um að morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Þess vegna, jafnvel ef þú ert í megrun, skaltu alls ekki sleppa því að fá þér morgunmat. Eina sem þú ættir að að spá í er hvað þú setur á diskinn eða í skálina þegar þú vaknar. Rannsókn sem gerð var árið 2008 sýndi fram á að þú þarft aðeins eitt hráefni til að fjarlægja útstæðan kviðinn. Við erum að tala um egg.

Þau eru full af próteini
Morgunmaturinn þinn ætti að vera máltíð fullt af próteinum til að finna fyrir mettunartilfinningu fyrir hádegi og yfir daginn.  Margir sérfræðingar telja að við ættum að neyta að minnsta kosti 20 gr af próteini í fyrstu máltíð dagsins og góðu fréttirnar eru að aðeins eitt egg inniheldur 6 gr af próteini.

Frábært val –  einföld lausn
Þegar þú ert svöng eða svangur og leitar í  eitthvað óhollt snarl, skaltu skella í þig einu soðnu eggi sem inniheldur lágmarks kaloríur og sér til þess að þú finnur ekki fyrir svengd fram að næstu máltíð. Undirbúðu þetta með því að eiga nokkur harðsoðin egg inn í ísskáp – eða í veskinu þínu sem þú getur gripið í þegar þér líður þannig.

Tökum eitt dæmi: Eitt harðsoðið egg inniheldur 78 hitaeiningar og eitt epli 80 hitaeiningar. Þessi samsetning mun halda þér frá bæði ísskápnum og óhollustu til hádegis.