FréttanetiðFólk

Leyndarmálin sem karlmenn viðurkenna aldrei

Heldur þú að elskhugi þinn hafi nú þegar sagt þér allt? Nei, það er sko langt frá því. Þú veist ekkert hvað er í gangi í kollinum á honum þó þú haldir því fram að þú þekkir hann mest af því að þið eruð sálufélagar. Hér fyrir neðan er aðeins brotabrot af því sem hann mun aldrei viðurkenna fyrir þér.

Lítur gaumgæfilega í kringum sig – á aðrar konur
Ekki láta eins og það komi þér á óvart. Auðvitað horfa karlmenn á aðrar stelpur í kringum sig. Það er ekki eins og harðgiftar konur sem stara svoleiðs á auglýsingar af léttklæddum David Beckham megi það ekki og það sama á við strákana.  Karlmenn eru ekkert ósvipaðir og konurnar þegar hitt kynið mætir uppástrílað og vel lyktandi en það er einmitt þá sem þeir byrja að stara, snúa sér úr hálslið sama hvað þú segir eða gerir.

Njósnari
Áður en sambandið ykkar varð alvarlegt þá lá hann svoleiðis yfir tímalínunni þinni á Facebook og fylgdist með öllu sem þú gerðir. Það var nánast sjúkt.

Horfir ennþá á klám
Hann horfir stundum á klámmyndir eða bara stuttar senur á internetinu. Jú, hann gerir það víst. Þú hefur ekki hugmynd um það og það kemur þér ekkert við þó þið séuð par eða hjón. Hann horfði án efa á klám áður en þið byrjuðuð saman og væri alveg til í að horfa með þér á eins og nokkrar bláar myndir en auðvitað eingöngu ef þú spyrð hann og ert sátt við það.  Annars er besta klámmyndin auðvitað þú.

Fríkar yfir öllu þessu hári
Allt þetta líkamshár í sturtubotninum eða vaskinum. Það gerir hann ýkt pirraðan en veistu hann sættir sig við það því hann er töluvert sóðalegri en þú.

Meik og varalitur glatað að hans mati
Hann er ekkert sérstaklega hrifinn af öllu sem þú klínir í andlitið á þér. Varaliturinn og þykkt lag af maskara er eitthvað sem hann fílar bara alls ekki. Hann veit hinsvegar að þú elskar að mála þig og að förðunin er hluti af sjálfstrausti þínu og þess vegna er hann hættur að hugsa um það eða láta það angra sig. Svo vill hann ekkert endilega vera útataður í varalit ef þið ákveðið skyndilega að fara í djúpan langan sleik á almannafæri. Bara svo þú vitir það.

Auðvitað sér hann þegar aðrir karlmenn horfa á þig
Þegar aðrir karlmenn stara á þig, blikka þig eða öllu heldur reyna við þig fer það ekki fram hjá honum. Ó nei hann urrar mjög hátt innra með sér því hann elskar þig svo heitt og þráir. Hann er ýkt afbrýðisamur þó hann láti eins og honum sé slétt sama.

Óöruggur þegar þið sváfuð saman í fyrsta skiptið
Já, þú hlærð en hann var með hjartað í buxunum þegar þið stunduðuð kynlíf saman í fyrsta skiptið. Hann lét eins og hann ætti heiminn en veistu hann var svo óöruggur að hann skalf en þó án þess að þú tækir eftir því. Í þetta umrædda skipti hugsaði hann:  „Þessi kona er undur fögur. Svakalega er þetta gott. Núna skal ég standa mig og gera þetta hægt og hljótt svo henni líki við mig. Hún er vægast sagt stórkostleg.“