FréttanetiðFréttir

Við vissum það… ljóskur eru alls ekki HEIMSKAR… heldur gáfaðri en aðrar konur

Því hefur lengi verið haldið fram að ljóshærðar stúlkur séu heimskari en aðrar konur og eru til ótalmargir ljóskubrandarar sem hafa verið sagðir í áranna rás til að styðja þessa kenningu.

Ný rannsókn frá háskólanum í Ohio sýnir fram á hið gagnstæða en rannsóknin er afar stór og var fylgst með þátttakendum frá árinu 1979. Vísindamennirnir einbeittu sér að hvítu fólki og könnuðu tengsl á milli greindarvísitölu og háralits.

Ljóshærðar konur eru með hæstu greindarvísitöluna að meðaltali, eða 103.2 stig, samkvæmt rannsókninni. Dökkhærðar konur fylgja fast á hæla þeirra með 102.7 stig og í þriðja sæti eru konur með rautt hár með 101.2 stig. Í fjórða sæti eru síðan rauðhærðar konur með 100.5 stig.

Hvað varðar karlmenn þá eru menn með brúnt hár með hæstu greindarvísitöluna, eða 104.4 stig.