FréttanetiðMatur & drykkir

Við trúum þessu varla… GLÚTENFRÍTT brauð… á 90 SEKÚNDUM – UPPSKRIFT

Þetta er án efa ein mesta snilldaruppskrift sem við höfum rekist á. Glútenfrítt brauð fyrir einn á níutíu sekúndum. Magnað!

Glútenfrítt brauð

Hráefni:

1 stórt egg

1 tsk vatn

3 msk súrmjólk eða sýrður rjómi

1/3 bolli glútenfrítt hveiti

1/4 tsk lyftiduft

1 tsk sykur, hunang eða agave síróp

Aðferð:

Blandið saman eggi, vatni og súrmjólki. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og sykri saman við og hrærið vel. Hellið blöndunni í form eða nestisbox sem er í laginu eins og brauðsneið. Setjið formið í örbylgjuofn og eldið í 85 sekúndur á hæsta styrk. Leyfið brauðinu á kólna alveg áður en þið borðið það.