FréttanetiðSamskipti

Við höfum aldrei séð… svona FALLEGA mynd… af nýfæddu barni

Ástralski ljósmyndarinn Emma Jean Nolan var beðin um að mynda fæðingu barns af Maori-ættbálknum. Eitt vissi hún; að hún vildi að menning barnsins væri skýr í myndunum.

Í tungumáli Maori-fólks er orðið whenua en það þýðir bæði fylgja og land en fólk af þessum ættbálki grefur fylgjuna eftir fæðingu. Litið er á naflastrenginn sem tengingu á milli barnsins og jarðarinnar.

Emma vildi taka mynd af barninu á meðan það væri enn fast við fylgjuna og stafaði orðið love, eða ást, með naflastrengnum.

Myndina má sjá hér fyrir ofan en hún er í einu orði sagt æðisleg.