FréttanetiðMatur & drykkir

Við erum að tala um FJÖGUR HRÁEFNI… í geggjaðan Doritos-kjúkling… og kvöldmaturinn er kominn – UPPSKRIFT

Vantar þig geggjaða hugmynd að kvöldmatnum? Þá er þessi Doritos-kjúklingur alveg málið. Fjögur hráefni og málið er dautt!

Doritos-kjúlli

Hráefni: 

115 g Doritos-flögur

230 g beinlaus kjúklingur, skorinn í litla bita

1/2 bolli hveiti

1 egg, þeytt

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Malið Doritos-flögurnar í matvinnsluvél og setjið mulninginn í skál. Setjið hveitið á disk. Setjið þeytta eggið í skál. Veltið kjúklingabitunum fyrst upp úr hveiti, dýfið þeim síðan ofan í eggið og veltið þeim síðan upp úr Doritos. Raðið kjúklingnum á bökunarplötu og bakið í 15 mínútur.