FréttanetiðHeimili

Við eigum aldrei aftur… eftir að kaupa TÓMATSÓSU… því við getum búið hana til sjálf – UPPSKRIFT

Mörgum finnst tómatsósa ómissandi með mat en hér er uppskrift að heimagerðri tómatsósu sem er þúsund sinnum hollari en sósan sem þú kaupir úti í búð – og margfalt betri.

Heimagerð tómatsósa

Hráefni:

1 stór, rauðlaukur, saxaður

1 sellerístilkur, saxaður

3 cm engiferbútur, saxaður

1 heill hvítlauksgeiri

1/2 ferskur, rauður chili (fræ tekin úr)

1 msk þurrkað kóríander

1 tsk pipar

1 tsk timían

sjávarsalt

2 bollar maukaðir tómatar eða 2 dósir

1/4 bolli rauðvínsedik

2 msk xylitol

Aðferð:

Setjið lauk og sellerí í pönnu og hitið yfir lágum hita. Bætið engiferi, hvítlauki, chili og kóríander saman við og kryddið með salti og pipar. Eldið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til grænmetið er mjúkt. Hrærið í blöndunni stöku sinnum. Bætið öllum tómötunum út í og timían. Látið blönduna sjóða og eldið á lágum hita þar til magn sósunnar hefur minnkað um helming. Takið hvítlaukinn úr, setjið sósuna í blandara til að blanda henni vel saman og látið hana síðan renna í gegnum gatasigti svo hún sé slétt og flott. Setjið sósuna aftur á pönnu yfir lágum hita og bætið ediki og xylitol út í. Eldið þar til hún þykknar og líkist tómatsósu. Kryddið eftir smekk. Ef sósan er geymd í góðri lofttæmdri krukku getur hún enst inni í ísskáp í allt að sex mánuði.