FréttanetiðMatur & drykkir

Verður LÁRPERUMAUKIÐ brúnt hjá þér? HÉR er lausnin

Eins og guacamole getur verið dásamlega gott þá er það ekki mjög girnilegt útlits þegar það er orðið brúnt að lit. Ef þú vilt halda því grænu og fallegu þá er það í raun mjög einfalt.

Settu herlegheitin í skál, helltu varlega vatni yfir þannig að vatnið nái alveg að þekja og settu lok yfir skálina.  Hafðu steinana úr lárperunni áfram ofan í skálinni með þegar þú berð það fram.

Þegar þú vilt svo bera það fram aftur, þá hellir þú einfaldlega vatninu af og borðar.