FréttanetiðHeilsa

VARÚÐ… það eru fleiri hitaeiningar í avocado… en þú heldur

Sérfræðingar eru sífellt að kanna hvaða matur er góður fyrir okkur og hver ekki. Nú hefur komið í ljós að það er mismikið magn af kaloríum í avocado, eða lárperu, eftir því hvar þær eru ræktaðar.

Bolli af maukaðri lárperu sem ræktuð er í Flórída inniheldur 275 kaloríur en þær lárperur eru stórar og er hýðið fallega grænt. Í sama magni af lárperu sem ræktuð er í Kaliforníu eru hins vegar 383 kaloríur en þær lárperur eru með dökk grænt hýði og eru minni.

Skýringin á þessu er að lárperurnar frá Flórída eru ræktaðar í raka sem þýðir að meira vatn er í ávöxtum sem þar vaxa. Það eru auðvitað engar kaloríur í vatni og því innihalda þessar lárperur færri hitaeiningar.

Góðu fréttirnar eru að í báðum tegundum af lárperum er fita sem er holl og góð fyrir okkur.