FréttanetiðHeilsa

Varið ykkur á ILMKERTUM… og REYKELSUM… þau geta valdið lungnasjúkdómum, astma og æxlum

Þeir sem elska fátt meira en að kveikja á ilmkertum og reykelsum á fögrum sumarkvöldum sem framundan eru en þú skalt hugsa sig tvisvar um næst þegar þú teygir þig í eldspíturnar. Ný rannsókn sýnir nefnilega fram á að þessar vörur geti valdið lungnasjúkdómum, astma og æxlum. Frá þessu er sagt á vefsíðu tímaritsins Cosmopolitan.

Þá geta efni sem eru í reykelsum og ilmkertum einnig breytt DNA-samsetningu í líkama okkar. Sum reykelsi eru meira að segja skaðlegri en tóbak.

Þá er ekki heldur gott að nota sprey sem hafa þann tilgang að bæta ilminn á heimilinu. Þau sprey geta einnig ollið astma og hafa áhrif á hormónastarfsemi okkar.