FréttanetiðHeilsa

Vantar ykkur sósu út á ísinn? Þessi súkkulaðisósa er ekki bara góð… heldur líka HOLL – UPPSKRIFT

Finnst þér fátt betra en súkkulaðisósa út á ís en færðu alltaf samviskubit yfir því hvað þú ert að láta ofan í þig? Prófaðu þá þessa sósu sem er ekki bara syndsamlega góð heldur líka mjög holl. Og ef þú vilt fara alla leið í hollustunni þá skiptirðu út ísnum fyrir hafragraut.

Súkkulaðisósa:

Hráefni:

1/2 bolli tahini

3 msk ósætt kakó

2 msk hunang

um það bil 1/2 bolli vatn

Aðferð:

Blandið saman tahini, kakó og hunangi í skál. Bætið vatni við eins og þarf. Geymið í lokuðu íláti í viku. Ef þið viljið gera sósuna vegan skiptið þá hunangi út fyrir agave síróp.