FréttanetiðHeilsa

Vantar þig persónulega gjöf fyrir þann sem á ALLT? Þá er þetta svarið… og gjöfin er meira að segja ÓDÝR – UPPSKRIFT

Stundum getur það reynst þrautinni þyngra að gefa fólki gjafir – sérstaklega fólki sem á allt. Hér er uppskrift að líkamsskrúbbi sem er algjört dúndur og ef hann er settur í fallega krukku er hann afar persónuleg og falleg tækifærisgjöf.

Myntuskrúbbur

Hráefni:

1/2 bolli kókosolía, við stofuhita

1/3 bolli sykur 

olía að eigin vali

myntulauf

Aðferð:

Blandið saman kókosolíu og myntulaufum í blandara. Blandið þessu síðan við sykur og olíu að eigin vali. Setjið blönduna í fallega krukku og leyfið henni að jafna sig í ísskáp í um það bil klukkustund. Þegar á að nota skrúbbinn er honum einfaldlega nuddað á líkamann og síðan skolar maður hann af.

scrub