FréttanetiðHeimili

Vantar þig frábært hreinsiefni í baráttunni við fitu og drullu? Slepptu búðarferðinni… og búðu það til heima – UPPSKRIFT

Það er alveg rosalega einfalt að búa til hreinsiefni heima við en hér fylgir uppskrift að hreinsivökva sem er stórkostlegur til að ná fitu af hvaða yfirborði sem er. Þessi svínvirkar í örbylgjuofninn sem hefur ekki verið þrifinn lengi!

Hreinsivökvi

Hráefni:

2/3 hluti vatn

1/3 hluti edik

3 tsk matarsódi

4 tsk sápa

8-10 dropar ilmolía að eigin vali

spreybrúsi

Aðferð:

Blandið öllu saman og byrjið að þrífa!