FréttanetiðFréttir

Vá, þvílík FEGURÐ… hún tók mynd einum sólarhring eftir að hún fæddi barn… og MYNDIN er dásamleg

Erica Andrews, fjögurra barna móðir frá Zanesville í Ohio í Bandaríkjunum, birti myndina hér fyrir ofan á Facebook-síðu fyrirtækisins Sakura Bloom aðeins sólarhring eftir að hún eignaðist barn.

“Svona lítur maður út einum sólarhring eftir fæðingu. Barn í burðarpoka. Húð við húð. Fullorðinsbleyjur. Og ljómi,” skrifar Erica.

“Mér líður eins og ég hafi hlaupið maraþon en hjarta mitt er galopið eftir ferðalag gærdagsins. Fæðing opnar okkur eins og jarðskjálfti opnar jörðina og ég er enn í þessum nána, viðkvæma fasa þeirrar opnunar,” bætir hún við.

Myndinni hefur verið deilt mörg þúsund sinnum og við skiljum vel af hverju – þetta er fegurð í sinni hreinustu mynd.