FréttanetiðHeilsa

Vá hvað þetta er EINFALT… svona losnarðu við SOGBLETT

Það er frekar glatað að mæta með sogblett í vinnuna eða skóla en það er leikur einn að losna við hann með náttúrulegri aðferð.

Taktu hýði af banana og snúðu því á rönguna. Settu það síðan á sogblettinn en bananahýðið virkar eins og kæling og dregur úr roða.

Það ætti að vera nóg að hafa hýðið á sogblettinum í 10 til 30 mínútur í hvert sinn en þú þarft að endurtaka þetta allt að tvisvar til þrisvar á dag til að losna við blettinn ef hann er mjög sýnilegur.