FréttanetiðHeilsa

Já, þú last rétt…þetta UNDRAKREM býrðu til heima…og það vinnur á APPELSÍNUHÚÐ

Af hverju að eyða morðfjár í snyrtivörur þegar maður getur dekrað við sig með heimatilbúnu kremi eins og þessu? Ekki spillir fyrir að þú þarft bara að eiga fjögur hráefni til að búa það til og það vinnur á appelsínuhúð sem hrjáir ansi marga.

Kaffikrem

Hráefni:

1/2 bolli kaffikorgur

1 bolli ólífuolía

1/2 bolli kókosolía

1 bolli Aloe Vera-gel

Aðferð:

Fyrst þarf kaffikorgurinn að draga olíuna í sig. Þetta er hægt að gera á tvo vegu. Annars vegar er hægt að blanda olíunni og korginum saman í íláti, setja lok á íátið og setja það á þurran og dimman stað í tvær vikur – eða lengur. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið hitað olíuna í potti og bætt korginum við og látið malla yfir lágum hita í klukkutíma. Takið svo pottinn af hellunni og leyfið blöndunni að kólna. Því næst er blandan látin renna í gegnum kaffipoka en það tekur annan klukkutíma. Síðan er kókosolíunni (ekki bræða hana) og gelinu blandað saman við þar til blandan líkist kremi. Hendið ykkur síðan í sturtu, þurrkið ykkur og nuddið kreminu vel inn í húðina. Og passið ykkur að klæða ykkur ekki í föt fyrr en húðin er búin að soga í sig olíuna.