FréttanetiðFólk

Hún er ÞUNGLYND… en öðlaðist NÝTT LÍF… eftir að hún byrjaði að borða ÞESSAR fæðutegundir… sjáðu MYNDBANDIÐ

Þunglyndi hefur vissulega áhrif á líkamlega heilsu.  Hér viljum við benda á fæðu sem hjálpar heldur betur þegar þunglyndi er annars vegar því mataræðið hefur jú gríðarlega mikil áhrif á andlega líðan.

1 – Bláber
Bláber innihalda öfluga andoxunareiginleika sem draga úr oxunarálagi, sem er valdur þessa sjúkdóms. Berin efla vöxt nýrra frumna, sem er einnig leið til að meðhöndla þunglyndi.

2 – Bananar
Bananar eru ríkir af n tryptófan, sem umbreytist í 5-HTP í heilanum, þegar neytt.

5-HTP breytist síðan í jákvætt taugaboðefni eins og serótónín og melatónín. Þá eru bananar einnig ríkir í kalíum og magnesíum, svo vertu viss um að þú borðir að minnsta kosti einn banana á dag.

3 – Möndlur
Magnesíum gerir kraftaverk við meðferð gegn mígreni og þunglyndi.  100 grömm af möndlum innihalda 268 mg af magnesíum.  Staðfest hefur verið með ýmsum rannsóknum að nægilegt magn af magnesíum kemur í veg fyrir mígrenisköst, pirring og þunglyndi.  Þú ættir að hafa handfylli af möndlum í vasanaum og borða þær daglega.  Áætlað er að konur og karlar á aldrinum 19-30 þurfi 310-400 mg af magnesíum.

4 – Avokado
Avokado er hár í kalíum, 485 mg á 100 grömm. Þeir innihalda steinefni sem líkaminn elskar en það hefur verið sýnt fram á að avakado er fullkominn til að meðhöndla streitu og þunglyndi. Gakktu úr skugga um að þú borðir frekar avókadó í stað þess að borða óhollustu. Avakado fer vel í vasa eða tösku ef þú ert á ferðinni. Talið er að fullorðnir ættu að neyta 4.700 mg af kalíum á dag.

5 – Aspas
Aspas er hár í fólínsýru og B vítamíni sem bætir andlega líðan og hjálpar líkamanum að umbreyta tryptófans líkamans sem síðan breytist í serótónín.

Barbara Mendes segir hér í meðfylgjandi myndbandi frá fleiri matvælum sem hjálpa þér að berjast gegn þunglyndi.

 

6 – 70% Súkkulaði
Dökkt súkkulaði og þá sérstaklega kakaóið í því eykur magn serótóníns og dópamíns í heilanum og lækkar magn cortisols sem er oft kallað,,streitu taugaboðefnið”. Gakktu úr skugga um að þú borðir eingöngu dökkt súkkulaði ef þú finnur fyrir löngun í sætindi.

7 – Spínat
Spínat inniheldur meiri fólínsýru en allt annað dökkt eða laufgrænt grænmeti en þunglyndissjúklingum vantar iðulega þetta efni í líkamann. Fólinsýra eykur einnig magn dópamíns og serótóníns í heilanum. Spínat er mjög ríkt í magnesíum.

8 – Lax
Lax inniheldur omega-3 fitusýrur, sem mýkja frumuhimnur og hjálpar serótóníni að ná til heilans. Ef þú tekur þunglyndislyf mun laxinn draga úr aukaverkunum og auka skilvirkni þeirra.

9 – Grænt te
Grænt te hefur verið notað til meðferðar gegn þunglyndi í árþúsundir. Það inniheldur pólýfenól sem kemur dópamíni til heilans og eykur insúlín næmi líkamans, sem tryggir stöðugt framboð af glúkósa sem virkar sem heila-eldsneyti.  Rannsóknir hafa sýnt að því meira grænt te sem þú drekkur því meiri ávinningur ef þú tekst á við þunglyndi. Því skaltu drekka mikið af því.