FréttanetiðFólk

TRYLLIST ÞÚ… þegar fólk SMJATTAR í kringum ÞIG… það er ÁSTÆÐA fyrir ÞVÍ

Hljóðið þegar tyggigúmmí er tuggið er sennilega eitt mest pirrandi hljóð á jörðinni.   Ef þú átt erfitt með þig þegar einhver nálægt þér byrjar að smjatta eða tyggja þá veistu hvaða pirrandi tilfinningu við erum að tala um hérna.

Við erum að tala um fólk sem kvartar eða jafnvel tryllist þegar aðrir tyggja í kringum það og það er eins og það missi stjórn á skapi sínu því það ræður ekki við sín eigin viðbrögð þegar smjattið byrjar.  Já, við erum að tala um fólk sem á mjög erfitt með að vera í kringum annað tyggjandi fólk því smjattið bókstaflega magnast í heila þeirra og það getur ekki hunsað hljóðið sama hvað það leggur mikið á sig.

Það sama getur gerst hjá þessu fólki þegar einhver í kringum það tekur upp á því að klippa neglurnar.

Þetta hljóð er ekki einungis pirrandi, það getur reitt sumt fólk til reiði. Ástæðan er taugasjúkdómur sem nefnist: ,,mysophonia” eða ,,ótti við hljóð”. Já þessi pirringur byggist á ótta – pældu í því.

Boðin koma frá miðtaugakerfinu.  Það er svipað og hlerunarbúnaður sem bregst við hljóðbæru áreiti á neikvæðan hátt. Þetta veldur einstaklingum sem þjáist af röskun, þreytu, reiði eða vanlíðan svakalegu ónæði.

tyggja_taugar
Jákvæðar fréttir
Þetta hljómar eins og slæmar fréttir en það jákvæða við þetta er að þeir sem eru hvað mest pirrandi þegar kemur að smjatti í kringum þá eru mest skapandi líka af því að þeir skynja upplýsingar úr umhverfinu allt allt öðruvísi en aðrir.

Í grundvallaratriðum eru þeir sem eru náttúrulega skapandi einstaklingar þeir sem eiga erfiðara með að blokkera pirrandi hljóð í kringum sig. Til að læra meira um ,,mysophonia” og aðferðir til að meðhöndla þessa svakalegu vanlíðan þá er fólki ráðlegt að horfa á myndbandið hér efst í greininni

Mundu bara að þegar fólk tyggur er það ekki endilega að því til að pirra þig eða láta þér líða illa því fólk þarf jú að tyggja matinn. Það er heilinn í þér sem meikar ekki hljóðið.