FréttanetiðMatur & drykkir

Hann fyllir tómatana með osti… skellir þeim síðan á grillið… tímamótasnilld – MYNDBAND

Hér má sjá á einfaldan máta hvernig hægt er að grilla fyllta tómata. Þessir eru ómissandi á grillið.

Grillaðir tómatar
– með piparrjómaosti og steinselju

4 stk tómatar
1 dós pipar-rjómaostur
1 rif hvítlaukur
steinselja
salt og pipar
gratínostur

Aðferð: Skerið toppinn af tómötunum og takið kjarnann úr þeim. Blandið kjarnanum við piparrjómaostinn og saxaðan hvítlaukinn.  Bætið steinseljunni  út í og kryddið með salti og pipar. Fyllið tómatana með ostablöndunni og stráið gratínosti yfir. Grillið eða ofnbakið í c.a. 10-15 mín.

tomatur