FréttanetiðFólk

Tom Cruise setur LEYNIHÖLLINA sína í sölu – MYNDIR

Þessi glæsilega leynihöll var að koma í sölu hjá öllum betri fasteignasölum í Hollywood þar sem allir vita allt um alla. Höllin sem staðsett er í Hollywood hæðum hefur verið að mestu mannlaus og enginn virtist vita hver ætti þessa glæsilegu eign á þessum frábæra stað.

Stjörnupressan í Los Angeles hefur nú komist að því að húsið sé í eigu Tom Cruise sem býr reyndar í annarri enn glæsilegri höll í næsta hverfi sem er Beverly Hills.

Það þykir með ólíkindum að Tom hafi náð að halda þessu leyndu því það sé nánast ,,Mission impossible” fyrir stórstjörnur að eiga svona glæsihöll í miðri Hollywood án þess að nokkur hafi um það vitneskju.   En Tom telur sig ekki hafa not fyrir leynihöllina lengur og sá sem verður fyrstur með tæpa tvo milljarða að borðinu eignast herlegheitin.

10877370_10153337460965769_816395572_n
Eldhúsið er rúmgott.
11041392_10153337460960769_335138755_n
Baðið er hlýlegt.
11072465_10153337460975769_793779394_n
Hér má sjá garðinn.
11073545_10153337460970769_1713195455_n
Hátt til lofts í stofunni og gengið út á verönd.
11077688_10153337460985769_782159889_n (1)
Leynihöllin í öllu sínu veldi.
11081593_10153337460955769_46653131_n (1)
Útsýnið er klikkað.
11082957_10153337460950769_1404460477_n (1)
Þvílík paradís.
katie-holmes-second-alterna-haircare-campaign-03
Stjörnupressan í Hollywood heldur því fram að fyrrverandi eiginkona Tom, leikkonan Katie Holmes,36 ára, sé byrjuð með leikaranum Jamie Foxx, 47 ára, en þau sáust leiðast hönd í hönd í febrúar síðastliðinn samkvæmt People tímaritinu.  – e@frettanetid.is