FréttanetiðHeilsa

TÍU LEIÐIR… til að sofna STRAX

Margir leggjast upp í rúm og bylta sér síðan jafnvel í marga klukkutíma áður en þeir sofna. Hér eru tíu leiðir sem geta hjálpað þér að sofna fyrr þannig að þú verðir úthvíld/ur.

1. Bæ rafmagnstæki

Slökktu á símanum, spjaldtölvunni, sjónvarpinu og öðrum tækjum sem þú notar klukkutíma áður en þú ætlar að sofna. Birtan frá þessum tækjum veldur streitu í líkamanum og því er mjög erfitt að slaka á með þau fyrir framan sig.

2. Búðu til venjur

Það er rosalega gott að búa sér til rútínu áður en maður fer að sofa þannig að maður geri alltaf sama hlutinn rétt fyrir svefninn. Það gæti verið heit sturta, lesa góða bók eða nokkrar jógaæfingar en þessi rútína gefur heilanum þínum tækifæri á að slaka á því hann kannast við það sem þú ert að gera og er vanur því.

3. Feldu klukkuna

Það tekur á taugarnar að líta endalaust á vekjaraklukkuna og reikna út hvað er langt þangað til maður þarf að vakna. Feldu bara klukkuna – þó ekki það vel að þú heyrir ekki í henni þegar hún hringir.

4. Andaðu

Ef þú liggur eirðarlaus í rúminu er gott að kynna sér öndunartækni sem hjálpar þér að slaka á. Internetið er fullt af smáforritum og myndböndum sem geta vísað þér veginn. Passaðu bara að kynna þér þessa tækni á daginn og leggja hana á minnið svo þú þurfir ekki að kveikja á símanum eða tölvunni rétt fyrir svefninn.

5. Kældu þig niður

Það getur verið erfitt að sofna í of heitu herbergi þannig að reyndu að hafa hitastigið um 21°C.

6. Hafðu dimmt

Fjárfestu í góðum gardínum sem hleypa birtu ekki inn. Ef það er ekki nóg ættirðu að íhuga að fjárfesta í augngrímu og sofa með hana.

7. Taktu daginn snemma

Það hjálpar við þreytu að sjá sólarljós eða birtu innan tveggja tíma frá því að þú vaknar. Taktu því daginn snemma og byrjaðu hann til dæmis á að fara í göngutúr ef veður leyfir.

8. Ekki taka langa lúra

Ef þú þarft endilega að leggja þig yfir daginn þá máttu alls ekki dorma lengur en í hálftíma. Best er að sleppa lúrunum.

9. Hreyfðu þig reglulega

Gott er að hreyfa sig í hálftíma eða meira á hverjum degi til að hjálpa líkamanum að slaka á á kvöldin. Hreyfing bætir nefnilega geðið og bægir frá streitu.

10. Slakaðu á í kaffinu

Vænlegast er að sleppa kaffinu eftir klukkan 14.00 á daginn til að ná góðum nætursvefni og ná að sofna á skikkanlegum tíma.