FréttanetiðFólk

TÍU GÁFUÐUSTU dýr JARÐAR – MYNDIR

Við manneskjurnar höfum greind til þess að læra og leysa vandamál. Við erum meðvituð um okkur sjálf, hugsanir og tilfinningar annarra. Við finnum upp tæki og tól, erum skapandi og getum hugsað abstrakt. Við notum tungumál og notum það til að tjá flóknar hugsanir og hugmyndir.

Allt þetta skilgreinir manneskjuna og greind hennar umfram aðrar skepnur á jörðinni. Vísindamenn eru ekki sammála um út frá hverju skilgreina eigi greind en allir eru sammála um að engin skepna jarðarinnar býr yfir viðlíka greind og manneskjan.

Aðrir meðlimir dýraríksins hér á jörðu búa líka yfir umtalsverðri greind. Margar dýrategundir eru greindar og ákveðnum sviðum og aðrar búa yfir næmni gagnvart umhverfi sínu og skynjun sem er margfalt það sem manneskja getur greint eða gert sér í hugarlund. Flestar dýrategundir eru magnaðar á sínu sviði en kannski takmarkaðri að flestu öðru leiti.

Á dögunum (sjá HÉR)  skoðuðum við nokkur kvikindi sem lifa lengi og skeldýrið sem lifir lengst fannst við Íslandsstrendur tæplega fjögra alda gamalt. Kvikindið hefði verið löngu verið dautt úr leiðindum ef það hefði haft aðra hugsun en að éta, fjölga sér og lifa af. Líklega náðu pælingar þess ekkert út fyrir þessar grunnþarfir. Mörg dýr búa hinsvegar yfir umtalsverðri greind og hægt er að þjálfa þau til að leysa flókin verkefni og tjá sig með sínum hætti.

Hér er listi yfir 10 greindustu skepnur jarðar: 

api
1. Simpansar eru alveg eins og við
Simpansar eru nánast alveg eins og menn með 98 prósent sömu genasamsetningu. Þeir geta búið til verkefæri, skipulagt veiðiferðir í skipulögðum hópum. Villtir simpansahópar hafa sínar eigin hefðir og vísi að menningu. Rannsóknir sýna að þeir eru gáfaðar skepnur sem eru meðvitaðar um sjálfa sig og skynja tilfinningar annarra. Simpansar hafa afar gott minni og í sumum tilraunum hafa aparnir sýnt fram á að þeir eigi auðveldara með að leggja hluti á minnið en maðurinn. En að sjálfsögðu er það eins með minni þeirra og manna að það er misjafnt eftir einstaklingum. Það er hinsvegar ljóst að simpansar eru gáfaðar skepnur sem koma næst mannskepnunni þegar greind er annarsvegar.

hofrung

2. Höfrungar geta verið skapandi
Menn hafa lengi heillast af höfrungum og þeim vitsmunum sem þeir búa yfir. Þeir sýna tilfinningar og hafa næmni til að skynja tilfinningar annarra. Hægt er að þjálfa þá til að nota verkfæri til margvíslegra nota til dæmis eru þeir þjálfaðir til að nota svamp við að þrífa botninn á sundlaugum sínum í dýragörðum. Þeir kunna líka að miðla þjálfun sinni á milli kynslóða og móðirin kennir ungum sínum að nota verkfæri sem maðurinn hefur kennt að nota henni. Vísindamenn segja að þetta sé einn af mörgum eiginleikum höfrunga sem staðfesti góða greind þeirra. Þeir tjá sig með frumstæðu tungumáli sem þeir nota en hljóðsmellirnir sem þeir gefa frá sér er merkjamál sem þeir nota í samtölum sín á milli. Þeir eru mjög skapandi og geta sýnt ótrúlega hæfni til að finna sniðugar lausnir á flóknum aðstæðum og sérstaklega á þetta við þegar þeir eru að leita sér matar eða eru verðlaunaðir með gómsætri máltíð.

fill

3. Fílar eru meðvitaðir um sjálfa sig
Stór heili þarf ekki endilega að tákna miklar gáfur en fílar sem eru með mjög stóran heila eru ekki endilega fullur af visku. Fílar eru hinsvegar nokkuð klárir og hafa meiri skilning á umhverfi sínu og hvorum öðrum en flestar aðrar dýrategundir. Þeir eru tryggir sinni fjölskyldu og eru hjálpsamir gagnvart öðrum dýrum sem þeir umgangast. Þeir leika sér og geta tjáð sig sín á milli með einföldum skilaboðum. Eins og simpansar og höfrungar þá nota fílar verkfæri til að auðvelda sér daglegt líf og geta framkvæmt flókna hluti sem þeir eru þjálfaðir til að gera.

krabbi
4. Kolkrabbar hafa stóran heila
Kolkrabbar eru með gáfaðri skepnum sjávar. Þeir eru mjög forvitnir og virðast skynja umhverfi sitt betur en margir aðrir íbúar sjávar. Þeir hafa hæfileika til að læra og nota verkfæri.
fugl

5. Krákur eru listrænar
Krákur hafa mikla hæfileika til að nota drasl sem þær finna til að nota sem verkfæri í þeim tilgangi að auðvelda þeim lífsbaráttuna. Þær hafa meðfædda hæfileika til að búa sér til verkfæri sem nýtast þeim í hreiðurgerð og til að auðvelda fæðuleit. Ungu fuglarnir læra tæknina af þeim eldri sem er ein vísbending um gáfur þeirra. Hægt er að þjálfa krákur og láta þær leysa nokkuð flókin verkefni.

ikorni

6. Íkornar eru vanmetin krútt
Samkvæmt rannsóknum hafa íkornar ýmsa aðdáunarverða hæfileika. Þeir eru útsjónarsamir og geta átt í samskiptum sín á milli í sameiginlegum verkefnum við fæðuöflun. Þeir hafa vitsmuni til að maka á sig lykt úr náttúrunni sem líkleg er til að flæma burt rándýr.hundur

7. Hundurinn er besti vinur mannsins
Hundar eru bráðgáfaðir og hægt er að þjálfa þá til ótrúlegustu verka. Þeir eiga auðvelt með að skilja fólk. Hundar bæði skynja og virða það sem eigendur þeirra ætlast til að þeim. Hundar eru næmir og rannsóknir benda til þess að næmni þeirra sé í raun meiri en menn hafi gert sér grein fyrir.
kisa
8. Kettir eru meðfærilegir
Eins og með hunda geta kattaeigendur þjálfað kettina sína til að gera ótrúlegustu hluti. Kettir eru forvitnir og rannsaka umhverfi sitt gaumgæfilega. En kettir eru sjálfstæðari en hundar og því er ekki eins auðvelt að þjálfa þá. Kettir eru í eðli sínu tortryggnir og meðvitaðir um að lifa af. Þetta eðli þeirra hefur gert þeim kleift að aðlagast og lifa af í mismunandi umhverfi í 9500 ár.

svin
9. Svín eru klár
Svín er hugsanlegu klárustu og hreinlegustu dýrin og jafnvel klárari en hundar og kettir samkvæmt sumum sérfræðingum. Hinsvegar hafa þau tilhneigingu til að velta sér upp úr mold til að kæla heitan líkama sinn. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að kenna svínum og láta þau greina hluti sem þau læra að þekkja með svipuðum hætti og simpansar. Svínin hafa gott minni og geta lært að leysa verkefni sem fyrir þau eru lögð.
pafagaukur
10. Páfagaukar geta talað
Páfagaukar hafa hæfileika til að herma eftir tungumáli manna. Grái Afríku-páfagaukurinn getur skilgreint orð og sett saman einfaldar setningar. Sumar tegundir páfagauka geta auk þess notað verkfæri og leyst einföld verkefni sem þeir eru þjálfaðir í.

Elsta dýr jarðar fannst á Íslandi – lesa hér.