FréttanetiðFólk

„TÍSKUHEIMURINN stimplar mig í YFIRSTÆRД – MYNDIR

Massive shout out to @yandydotcom for the sexy corset , to @dazanahair for the luscious clip in hair extensions and to my incredible 15 year old son and budding photographer for taking this picture and his first official professional photo shoot . Oh and to @officialariajohnson for her moral support and for being my brideslave oops I meant #bridesmaid in the shoot #droptheplus @yandydotcom #curvy #curvygirl #weareallwomen Oh and can't wait to do my full curvy girl shoot for Yandy next month. #excited hair and makeup by @thesheenamorris @effyourbeautystandards @tessholliday This is one of the pics that didn't make the pages of @womansdayaus but check out the ones that did! Out this week! #bridal #lingerie #bbw #wedding #sexy #beauty #hair #bride #bridallingerie

A photo posted by Ajay Rochester (@ajayrochester) on

Þegar fyrirsæta klæðist fatanúmerum sem eru stærri en 10 eða 12, þá er hún oftast nær flokkuð sem fyrirsæta „í yfirstærð“ jafnvel þó að meðalkonan klæðist fötum í stærðinni 14. Hópur fólks  vinnur þó að því að breyta þessu, með velferð allra kvenna að leiðarljósi.

Margar fyrirsætur í Ástralíu hafa ákveðið að leggjast á eitt til þess að knýja fram breytingar. Þetta gera þær með herferðinni #droptheplus en markmið hennar er að banna orðatiltækið „yfirstærð“ úr tískuheiminum. Þær ákváðu að drífa í aðgerðum þegar þær tóku eftir því að ýmsar grannvaxnar og hraustlegar fyrirsætur voru stimplaðar „í yfirstærð“ í ljósmyndaherferðum sem áttu að sýna jákvæða líkamsímynd kvenna og stúlkna. Almennt eru þó fyrirsætur „í yfirstærð“ mun grennri heldur en hinn dæmigerði kaupandi sem fjárfestir í stærri stærðum.

3

Robyn Lawley, sem notar stærð 12, var fagnað fyrir að vera fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til þess að prýða síður vinsæla tímaritsins Sports Illustrated en jafnvel hún sjálf var þó hikandi gagnvart því að þiggja þennan stimpil sem settur var á hana. „Ég veit ekki hvort ég álít sjálfa mig vera í yfirstærð eða ekki,“ sagði Lawley í viðtali við Time. „Ég álít mig vera fyrirsætu sem reynir að hjálpa konum að vera almennt ánægðari með líkama sinn.“
2
Þetta sama hugarfar eru margar aðrar fyrirsætur að taka upp. Stefania Ferrario, sem er andlit undirfatalínunnar frá Dita von Teese, skammaðist út í fyrirsætubransann fyrir að kalla hana í yfirstærð þar sem hún er jafnvel grennri heldur en meðalkonan. „Tískuheimurinn stimplar mig í „yfirstærð!“. Og við veltum fyrir okkur af hverju svona margar stúlkur berjist við slæma líkamsímynd!“

Það myndi eflaust breyta miklu að sleppa því að nota þessa flokkun „yfirstærð“. Í flestum fatamerkjum þar sem stærri stærðir eru fáanlegar þá koma númerin stærri heldur en eingöngu bara upp í stærð 12 og þess vegna ætti ekki að vera nein þörf á því að nefna þessi númer neinu ákveðnu heiti. Með því að bæta við heitinu „yfirstærð“ þá er verið að setja konur sem nota stærri númerin í ákveðinn flokk og þær álitnar á einhvern hátt öðruvísi heldur en þær sem nota minni stærðirnar.

1

„Við erum allar konur. Við komum í öllum stærðum og gerðum,“ segir Ajay Rochester fyrrverandi kynnir þáttarins The Biggest Loser í Ástralíu. „Þetta á ekki að vera við og svo þær. Við erum systur!“ Eftir að Ajay birti mynd af sér á Instagram með þessum skilaboðum þá birti hún einnig fleiri myndir af konum sem einnig höfðu skrifað álíka skilaboð undir myndirnar þar sem þær hvöttu heiminn til þess að leggja niður þessa stimpla.
4

Útkoman er þessi fyrrnefnda herferð á netinu undir heitinu #droptheplus þar sem fólk er hvatt til þess að sjá fyrirsætur sem fyrirsætur og konur sem konur. Ef herferðin ber árangur þá gæti hún haft þau áhrif að konur einbeiti sér frekar að því sem raunverulega skiptir máli, að sjálfstrausti sínu. „Kynþokki er hugarfar, ekki fatastærð,“ tísti Ferrario á Twitter. „Það kynþokkafyllsta sem nokkur manneskja getur borið er sjálfstraust. Ekki láta samfélagið segja þér hvað er fallegt. Elskaðu og dáðu það sem gerir þig öðruvísi.“