FréttanetiðHeimili

Þvílíkt SNILLDAR-HÚSRÁÐ… hverjum hefði dottið í hug… að EGGJASKURN gæti verið svona mikill bjargvættur?

Það er fátt leiðinlegra en að þrífa blómavasa og flöskur því það getur verið svo erfitt að ná í botninn og þrífa bletti sem virðast bara ekki vilja fara.

Við erum með frábæra lausn á þessu vandamáli og bjargvætturinn hér er eggjaskurn.

Setjið eggjaskurn í botninn á flöskunni eða vasanum og bætið við smá heitu vatni og uppþvottalög. Hristið vel upp í þessu og viti menn – blettirnir á botninum hverfa því eggjaskurnin skrapar þá af.