FréttanetiðFólk

Þvílíkt DRAMA… hún hélt framhjá… varð ólétt… fór í fóstureyðingu… skildi við manninn… og giftist viðhaldinu

Fatahönnuðurinn Donna Karan gaf nýverið út æviminningar sínar en bókin heitir einfaldlega The Journey. Í bókinni talar hún opinskátt um framhjáhald sitt en hún hélt við listamanninn heitinn Stephan Weiss þegar hún var gift fyrsta eiginmanni sínum, Mark Karan.

Donna hitti Stephan þegar hún var að plana trúlofunarteitið sitt. Þau sváfu saman og héldu áfram að hitta hvort annað þegar hún kom úr brúðkaupsferðinni sinni árið 1973 en Stephan var einnig kvæntur annarri konu.

Í bók Donnu kemur fram að sambandið hennar við Stephan hafi verið innblástur í hönnuninni.

Stephan og Donna.

Stephan og Donna.

“Hver einasta fruma í líkama mínum dróst að honum. Það lak hrár kynþokki af fötunum sem ég hannaði: Loðjakkar. Húð á húð. Stórar, æsandi kasmírpeysur. Pils með hárri klauf.”

Mark Karan komst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar en Donna lofaði að binda enda á sambandið eftir að hún fór í fóstureyðingu á þeim tíma þegar hún var að sofa hjá báðum mönnum. Donna og Mark eignuðust síðan dótturina Gaby árið 1974 en hjónabandið molnaði þegar Donna játaði í hjónabandsráðgjöf að hún væri enn ástfangin af Stephan.

Donna og Mark skildu árið 1978 og hún gekk að eiga Stephan árið 1983.

“Þrátt fyrir hitann var brúðkaupið töfrum líkast. Fortíð mín, nútíðin og framtíðin sameinuðust undir þessum tjöldum. Og í miðjunni var Stephan. Sextán og hálfu ári eftir að ég hitti kynþokkafulla og frjóa sálufélaga minn, ástina í lífi mínu var ég loksins að giftast honum,” skrifar Donna en Stephan lést árið 2001 úr lungnakrabbameini, þá 62 ára að aldri.

Æviminningar Donnu heita My Journey.

Æviminningar Donnu heita My Journey.