FréttanetiðFréttir

Þvílík SORGARSAGA – hún fékk sér púða í rassinn…og dó

Ástralska stúlkan Evita Sarmonikas ferðaðist til Mexicali í Mexíkó í mars til að fá sér púða í rassinn. Hún lést stuttu eftir aðgerðina samkvæmt frétt á ABC News. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök Evitu hefði verið æðastífla í lungum en fjölskylda hennar krafðist þess að krufning yrði framkvæmd af óháðum aðila. Þá kom í ljós að Evita hefði látist vegna súrefnisskorts og innvortis blæðingar.

„Við vildum trúa að hún hefði dáið af náttúrulegum orsökum en eitthvað passaði ekki,“ segir systir hennar Andrea í samtali við News7. Nú vill fjölskyldan segja sögu Evitu til að kalla eftir strangari reglum um lýtaaðgerðir og vara fólk við að fara í þær í þróunarlöndunum.

Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er Evita ekki fyrsti sjúklingurinn til að deyja hjá lýtalækninum sem framkvæmdi aðgerðina en bandarísk kona lést eftir svuntuaðgerð í fyrra.