FréttanetiðMatur & drykkir

Þvílík snilld… við kynnum LASAGNA-SÚPU… sem er tilbúin á hálftíma – UPPSKRIFT

Þeir eru ófáir sem elska gott lasagna en nú geturðu búið til lasagna-súpu á aðeins hálftíma. Kvöldmaturinn í kvöld? Já við höldum það nú!

Lasagna-súpa

Hráefni:

1 lítill laukur

1 kg hakk

2 dósir pastasósa að eigin vali

1 l kjúklingasoð

600 g kotasæla

1 tsk hvítlaukskrydd

1 msk fersk steinselja

8 lasagna-plötur, brotnar í litla bita

Aðferð:

Steikið kjötið á pönnu yfir meðalhita og bætið lauknum við. Eldið þar til kjötið brúnast. Setjið pastasósu og kjúklingasoð í pott og leyfið því að sjóða. Bætið lasagna-plötum út í og sjóðið í 5 mínútur. Bætið kotasælu, hakki, hvítlauksdufti og steinselju saman við og hrærið vel. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 3 til 5 mínútur. Berið fram með parmesan og ferskri steinselju.