FréttanetiðMatur & drykkir

Þvílík SNILLD… HOLLAR pönnukökur… og bara FJÖGUR hráefni – UPPSKRIFT

Hver elskar ekki ljúffengar pönnukökur? Sérstaklega þegar þær eru hollar eins og þessar. Við elskum þessa uppskrift!

Bananapönnukökur

Hráefni:

2 bananar

2 egg

2 msk hnetusmjör

1/2 tsk kanill

Aðferð:

Setjið öll hráefni í matvinnsluvél og blandið vel saman. Bræðið smjör eða hitið olíu á pönnu yfir meðalhita og steikið pönnukökurnar í 2 mínútur á hvorri hlið. Þessar er gott að bera fram með hlynssírópi og hnetum.