FréttanetiðOMG

Þvílík SNILLD… Facebook kynnir breytingar… sem gerir þér kleift… að forðast FYRRVERANDI eins og heitan eldinn

Facebook kynnti nýja tækni til sögunnar í gær sem gerir þér kleift að forðast fyrrverandi maka á samfélagsmiðlinum eftir að þið hættið saman.

“Frá og með deginum í dag erum við að prófa tækni sem hjálpar fólki að stjórna því hvernig það hefur samskipti við fyrrverandi maka á Facebook eftir sambandsslit,” skrifar vörustjórinn Kelly Winters á bloggi Facebook.

“Þegar fólk breytir sambandsstöðu sinni til að gefa til kynna að það er ekki lengur í sambandi verður því boðið að prófa þessa tækni.”

Þetta gætirðu séð í framtíðinni þegar þú hættir með einhverjum.

Þetta gætirðu séð í framtíðinni þegar þú hættir með einhverjum.

Margir valkostir standa þá frammi fyrir nýlega einhleypu fólki eins og að sjá ekki færslur fyrrverandi án þess að hætta að vera vinur þeirra. Þá mun Facebook ekki gefa valkost á að merkja þá manneskju í myndum eða færslum. Svo getur fólk líka sett takmark á myndir, myndbönd og stöðuuppfærslur sem fyrrverandi maki sér. Facebook gerir notendum líka kleift að breyta færslum sem þeir hafa sett inn í fortíðinni til að fyrrverandi maki sjái þær ekki og sé ekki merktur í færslunum.

Þessar breytingar verða fyrst prófaðar í farsímaútgáfu af Facebook í Bandaríkjunum.