FréttanetiðHeilsa

Þvílík SNILLD… búðu til þitt eigið KÓKOSSMJÖR… sem er aðeins of hollt – UPPSKRIFT

Það er alveg fáránlega einfalt að búa til sitt eigið kókossmjör en það er hægt að nota það í svo ansi margt. Það er til dæmis hægt að maka því í andlitið á sér og nota það sem maska. Svo er hægt að nota það ofan á brauð, blanda því í smoothie, bragðbæta sósur með því eða nota það ofan á kökur og múffur. Möguleikarnir eru endalausir.

Kókossmjör

Hráefni:

3 bollar kókosflögur eða -mjöl

Aðferð:

Setjið kókosflögurnar í matvinnsluvél eða blandara. Saxið flögurnar í fimm mínútur í senn í 15 til 20 mínútur. Skrapið niður með hliðunum með sleikju á fimm mínútna fresti. Ég veit að þetta tekur langan tíma en verið þolinmóð. Þegar blandan er orðin fljótandi og fín setjið þið hana í glerkrukku með góðu loki en smjörið geymist í 1-2 mánuði við stofuhita.