FréttanetiðFólk

Þvílík SAMHÆFING – MYNDBAND

Kanadíska hljómsveitin Walk of the Earth samanstendur af 5 fjölhæfum einstaklingum sem hafa heldur betur gert sig sýnileg síðustu misseri.  Þegar þeim tókst ekki að koma sér nægilega vel á framfæri með hefðbundnum leiðum, þá ákváðu þau að fara svoldið öðruvísi að því. Þeim tókst það heldur betur, en með útgáfunni þeirra af “Somebody I used to know” náðu þau 35 milljónum spilunum á Youtube á aðeins 2 vikum.  Upp frá þessu byrjaði allt saman á fullu, og byrjuðu fjölbreyttir hæfileikar hvers og eins þeirra að skína, og þá sérstaklega þegar þau stilla strengi sína saman í flutningi ýmissa laga, þeirra sjálfra og tökulaga. Hér er myndbandið sem byrjaði allt saman.  Spurningin er bara, hvenær koma þau til Íslands?