Fyrirsætan Chrissy Teigen birtir geggjað myndband á Instagram-síðu sinni þar sem hún kennir fylgjendum sínum að mýkja smjör án þess að bræða það.
Það sem Chrissy gerir er að hún setur vatn í skál og hitar það í örbylgjuofni í tvær mínútur. Síðan hellir hún vatninu úr skálinni og hvolfir henni yfir smjörið og leyfir gufunni að mýkja það.
Þvílík snilld!