FréttanetiðFréttir

Þvílík gargandi SNILLD… tæki sem mælir… nákvæmlega hvað eru margar KALORÍUR í matnum þínum – MYNDIR

SCiO er pínulítið nýtt tæki sem er svo mikil snilld að við eigum varla til orð. Tækið skannar matinn þinn og gefur þér upp allar upplýsingar um næringargildi hans – til dæmis kaloríur, kolvetni og fituinnihald.

Tækið virkar þannig að það notar mólekúlljósskynjara til að greina efnauppbyggingu matsins þíns. Síðan geturðu séð allar upplýsingarnar um matinn þinn í smáforriti sem heitir DietSensor en forritið veitir þér líka ráðgjöf um næringu.

56ed4876a3593e7b_final.xxxlarge_2x

Eins og er virkar tækið best þegar um einfaldan mat er að ræða eins og brauð en það er í sífelldri þróun.

Tækið kemur á markað fyrripart þessa árs og mun kosta 249 dollara, tæplega 33 þúsund krónur.

b203753b7070ca20_app.xxxlarge_2x