FréttanetiðMatur & drykkir

Þetta má alveg… því þetta eru HOLLAR og VEGAN vöfflur – UPPSKRIFT

Í dag má alveg gera vel við sig. Sérstaklega með þessum hollu og vegan vöfflum sem eru heldur betur gómsætar.

Vegan vöfflur

Hráefni:

1/4 bolli hveiti

1 1/2 bolli heilhveiti

3/4 bolli bókhveiti

1 msk engifer

1 msk kanill

1/2 tsk múskat

1 tsk negull

1 1/2 tsk lyftiduft

1 tsk vanilludropar

2 msk hlynssíróp

2 msk síróp

1/2 bolli volgt vatn

1 1/4 bolli möndlumjólk

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman og búið til holu í miðjunni. Blandið restinni af hráefnum saman í annarri skál og hellið því síðan í holuna. Blandið vel í 2-3 mínútur og bakið síðan vöfflurnar í vöfflujárni.

IMG_4694