FréttanetiðFólk

Vísindalega sannað… þetta er LYKILLINN að hamingju

Ef maður er stöðugt að leita að lausnum á vandamálum í daglegum störfum þá er líklegt að heilinn heimfæri þessa hugsun inn í persónulegu málin líka.  Þetta er niðurstaða rannsókna vísindamanna við Harvard háskólann í Bandaríkjunum.

logfr

Lögfræðingar líklegri til að þjást af þunglyndi
Samkvæmt rannsókninni eru lögfræðingar líklegri en aðrar starfstéttir til að þjást af þunglyndi.  Rannsóknin sem gerð var í Bandaríkjunum bendir til þess að lögmenn sem margir hverjir eru að greina mál með mjög gagnrýnum hætti hafi tilhneigingu til að sjá einkalíf sitt með sama hætti og starfið.  Gagnrýna með neikvæðum hætti börn sín og maka út frá forsendum lögfræðinnar sem ættu ekki að gilda í einkalífinu.

Þeir geta orðið mjög uppteknir í því að greina mistökin í því sem allir í kringum þá eru að gera og hætta að sjá kostina sem fólkið í kringum þá hefur.  Á endanum hefur fólk sem hagar sér þannig tilhneigingu til að gagnrýna alla í kringum sig með neikvæðum hætti og þannig dregur það alltaf neikvæðu hliðarnar fram fyrir kostina sem það hættir að sjá.

En enginn er fæddur með neikvætt-eðli heldur er þetta allt spurning um það hvernig við þjálfum heilann og hvernig við beinum hugsunum okkar.  Þeir sem gagnrýna stöðugt með neikvæðum hætti hafa beint hugsunum sínum í þennan farveg og á endanum veldur það þeim sjálfum meiri vanlíðan og óhamingju en þeim sem gagnrýni þeirra beinist að.

Father and adult daughter embracing

Lykillinn að lífshamingju er að horfa jákvætt á allt og alla í umhverfinu
Lykillinn að því að finna eigin hamingju er að sjá aðra í kringum okkur með jákvæðum hætti og horfa fram á við.  Þeir sem stöðugt eru að týna til neikvæða atburði úr fortíðinni festast þar og finna ekki hamingjuna sem einfaldar allt daglegt líf og fær okkur til að sættast við okkur sjálf.    Okkur líður betur í eigin skinni og það færir okkur strax aukna hamingju með því að horfa með jákvæðum hætti á alla í kringum okkur og ekki síst okkar nánustu.   Horfa framhjá því neikvæða og gleyma.  Sjá kostina sem allir hafa.  Styðja fjölskyldu okkar og vini þegar við getum með einhverjum hætti fært hjálparhönd.

hut-tuyen-mo-hoi-co-lam-nhan-da-khong

Hjálpsemi er hluti af hamingjuríku lífi
Rannsóknir sína fram á að hjálpsemi eða aðstoð sem við veitum öðrum geti fært okkur sjálfum jafnvel meiri hamingju en þeir sem hana þiggja.  Í hvert skipti sem við gefum frá okkur veraldlega hluti eða aðra aðstoð, þá færum við okkur sjálfum aukna hamingju og okkur líður betur með okkur sjálf.  Þetta er ein leið til að auka hamingju okkar.  Með því að finna leiðir til að gefa meira eða aðstoða og uppskera jákvæð viðbrögð umhverfisins sem mun auka okkar eigin bjartsýni og hamingju.

Margt eldra fólk er mjög hamingjusamt og hefur tamið sér þá hugsun að muna bara eftir því góða úr fortíðinni og gleyma því slæma.  Það gerir líf þeirra svo miklu auðveldara og í þessu geta allir þjálfað sig.  Hjálpsemi þín við aðra eykur þína eigin hamingju.  Láttu gott af þér leiða.

Father-lifts-daughter-shows-Abbas-love-500x364

Notaðu þessar 3 leiðir til að þjálfa hamingju þína:

1. Endurupplifðu bestu stundir lífsins.
Ein aðferðin gengur út á að byrja hvern dag á því að telja upp bestu stundirnar sem lífið hefur veitt þér. Þakka fyrir þá þrjá hluti sem lífið hefur fært þér og þú ert þakklát/ur fyrir.  Eitthvað sem hefur fært þér mikla gleði á þeim tímapunkti sem þú upplifðir það og þjálfað þig í að reyna að endurlifa þessa tilfinningu.  Beindu öllum neikvæðum hugsunum og gagnrýni í burtu og reyndu að finna allt það jákvæða í fari þeirra sem þú hefur gagnrýnt eða séð með neikvæðum hætti.  Neikvæð gagnrýni gagnvart öðrum eitrar hugsanir þínar og gerir þitt eigið líf erfitt og leiðinlegt.

2. Greindu það jákvæða úr neikvæðum atburðum.
Samkvæmt rannsóknum hefur hamingjusamt fólk hæfileika til að greina það jákvæða í neikvæðum atburðum sem hefur hent það.  Ef hugur okkar er fastur í fortíðinni við neikvæða atburði er gagnlegt að setja atburðinn í jákvætt samhengi og endurskilgreina hann út frá því.  Hreinsa burtu það neikvæða og horfa fram á við með bjartsýnina að leiðarljósi. Sættast við óvini sína og beina jákvæðum hugsunum að öllum sem við þekkjum.  Muna að neikvæðni gagnvart öðrum gerir ekkert annað en að eitra okkar eigin huga og gerir ekkert annað en að skaða okkur sjálf.

3. Þjálfaðu bjartsýnina markvisst.
Bjartsýni er mjög mikilvæg og í henni getum við líka þjálfað okkur á hverjum degi.  Ef við trúum að eitthvað bjargist eða lagist er margfalt líklegra að allt fari vel.  Hermenn í Bandaríkjunum ganga í gegnum sérstaka bjartsýnisþjálfun til að auðvelda þeim að klára verkefni sín.  Bjartsýni gengur út á að stilla hugann að bestu hugsanlegri niðurstöðu sem þú sérð fyrir þér til framtíðar.  Nota bjartsýnina til að bægja burt neikvæðum hugsunum og alltaf hugsa um bestu fáanlegu niðurstöðuna.

Notaðu bjartsýni þína til að leiðbeina öðrum í kringum þig og deildu sýn þinni með bjartsýni sem leiðir til jákvæðrar niðurstöðu.  Leggðu þitt að mörkum til að aðstoða þá sem þú getur hjálpað með einhverjum hætti.  Það auðveldar þér sjá tilveruna í björtu ljósi og gerir þig hamingjusamari.