FréttanetiðMatur & drykkir

Þú þarft ekki að velja… nú geturðu fengið SÚKKULAÐIKÖKU… og OSTAKÖKU… í einum bita – UPPSKRIFT

Þessi kaka er svo góð að hún á eftir að bjarga lífi ykkar – sérstaklega ef þið elskið bæði súkkulaðikökur og ostakökur.

Ostakökubrúnka

Hráefni – brúnka:

115 g súkkulaði

170 g smjör

1 1/2 bolli sykur

3 egg

1 1/2 tsk vanilludropar

1 bolli hveiti

1/4 bolli kakó

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

Hráefni – ostakaka:

675 g mjúkur rjómaostur

1/2 bolli sykur

1 tsk vanilludropar

3 egg

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form sem er ílangt og um það bil 33 sentímetrar að lengd. Bræðið súkkulaði og smjör saman og hellið því í skál. Blandið sykrinum við og hrærið. Bætið eggjunum og vanilludropunum saman við og hrærið vel. Blandið síðan hveiti, lyftidufti og salti saman við og hrærið varlega. Þá er brúnkulagið komið. Hellið því í formið og bakið í 12-17 mínútur.

Á meðan brúnkan bakast er ostakakan gerð. Hrærið rjómaostinn í 3-5 mínútur og bætið síðan sykri og vanilludropum saman við og hrærið vel. Bætið eggjunum við, einu í einu og hrærið vel. Hellið ostakökublöndunni yfir brúnkuna og bakið í 27-37 mínútur. Best er að borða kökuna þegar búið er að kæla hana í ísskáp í að minnsta kosti 4 klukkustundir.