FréttanetiðHeimili

Þú þarft bara VATN… EDIK… og ÓLÍFUOLÍU… og eldhúsið verður tandurhreint – HÚSRÁÐ

Eldhústæki og tól úr ryðfríu stáli sóma sér vel í eldhúsinu en þeir sem eiga heimilistæki úr ryðfríu stáli vita líka að það getur verið afskaplega erfitt að þrífa þau. Við erum með frábæra, heimagerða lausn á því vandamáli.

Blandið vatni og hvítu ediki saman í jöfnum hlutföllum og setjið í spreybrúsa. Spreyið þessari blöndu á ryðfría stálið og ekki spara magnið. Ef blandan rennur lóðrétt þurrkið þið hana lóðrétt af. Ef hún rennur lárétt þá þurrkið þið hana lárétt af.

Þegar tækið er þurrt setjið þið smá ólífuolíu á þurran klút og nuddið henni vel inn í stálið, annað hvort lárétt eða lóðrétt. Nú ætti heimilistækið að vera orðið eins og nýtt!