FréttanetiðMatur & drykkir

Þú þarft bara FIMM HRÁEFNI…og kvöldmaturinn er kominn – UPPSKRIFT

Þessi kjúklingur er algjört lostæti og ekki skemmir fyrir að það er hægt að elda hann með aðeins fimm hráefnum. Hve mikil snilld er það?

Hraðkjúlli

Hráefni:

5 kjúklingabitar að eigin vali

1 bolli BBQ-sósa

1 stór laukur, saxaður

5 msk cajun-krydd

safi úr 1 sítrónu

Aðferð:

Blandið BBQ-sósu og safa úr 1/2 sítrónu saman og setjið til hliðar. Kryddið kjúklinginn með cajun-kryddi og veltið þeim síðan uppúr BBQ-marineringunni. Leyfið kjúllanum að marinerast í að minnsta kosti 4 klukkustundir. 

Áður en kjúklingurinn er bakaður er gott að gera nokkur göt í hann með gaffli og hella safa úr hinum helmingnum af sítrónunni yfir hann. Setjið eins mikið af marineringunni og þið getið yfir kjúllann og setjið hann í eldfast mót. Setjið laukinn í eldfasta mótið líka.

Bakið í eina klukkustund við 180°C hita.