FréttanetiðHeilsa

Þú þarft að HÆTTA… að drekka sykurlausa gosdrykki strax í dag… og hér er ástæðan

Sumir halda að það sé allt í lagi að drekka sykurlausa gosdrykki einfaldlega út af því að þeir eru kaloríusnauðir og innihalda ekki sykur. Sykurlausir gosdrykkir eru samt sem áður mjög slæmir fyrir heilsuna og geta haft alvarleg áhrif á líkamann.

Slæm húð

Rannsóknir hafa sýnt að regluleg neysla gosdrykkja hraðar á öldrunarferlinu. Sykurlausir gosdrykkir lækka pH-gildi húðarinnar sem getur valdið bólum og að þú lítir oft út fyrir að vera þreytt/ur.

Skapsveiflur

Neysla aspartame, sætuefnis sem finnst í sykurlausum gosdrykkjum, hefur verið tengd við höfuðverki, svima og skapsveiflur. Það er sérstaklega áberandi hjá fólki sem þjáist af kvíða eða þunglyndi.

Þyngdaraukning

Rannsókn sem framkvæmd var við háskóla í Texas í Bandaríkjunum sýndi fram á að því fleiri sykurlausa drykki sem manneskja drakk því meiri hætta væri á að manneskjan yrði of þung.

Hjartaáfall

Rannsókn við háskólann í Miami í Bandaríkjunum sýnir fram á að fólk sem drekkur sykurlausa gosdrykki á hverjum degi eru 44 prósentum líklegri til að fá hjartaáfall en þeir sem drekka ekki gos.

Sykursýki

Þeir sem drekka gos daglega eru 25 prósent líklegri að fá sykursýki 2 en þeir sem drekka aðeins einn gosdrykk í mánuði.