FréttanetiðFólk

Þú hrýtur frekar ef þú færð þér BJÓR og hamborgara

Hamborgarar og bjórar  leiða af sér hrotur og blástra.  Viðamikil rannsókn gerði út um dæmigerðar þrætur hjóna um hvort þeirra hryti meira. Næturskarkalinn á aðallega rætur að rekja til karla, auk þess sem offita og áfengi eiga hluta af sökinni.

Árið 2012 var gerð rannsókn á hrotum alls 200.000 karla og kvenna, sem öruggt þykir að gleðja muni konurnar, því í ljós kom að karlarnir hrjóta mun meira en þær. Karlar hrjóta í raun réttri nánast helmingi meira en konur. Hroturnar jukust í takt við hækkandi aldur, en um 80 prósent allra miðaldra karla hrjóta og rétt tæpur helmingur þeirra hrýtur á hverri nóttu. Ástæðan er oftar en ekki sú að tungan og kokið síga niður þegar sofið er á bakinu, því það slaknar á vöðvunum í svefni og fyrir vikið haldast tungan og mjúki gómurinn ekki á sínum stað.

Vísindamennirnir kunna enga skýringu á því hvers vegna karla hrjóta oftar en konur, en vitað er að áfengi, offita, tiltekin lyf, svo og erfðir sem ráða lögun koksins, magna hroturnar.

Heimildir: Lifandi vísindi