FréttanetiðHeimili

Þú hellir kakódufti og sykurpúðum í poka… og útkoman er besta JÓLAGJÖFIN í ár – MYNDIR

Ekki fara á hausinn fyrir jól bara út af því að þú vilt kaupa eitthvað rándýrt fyrir alla í jólagjöf. Jólin snúast ekki um það heldur snúast þau um að gleðjast í faðmi fjölskyldu og vina. Og við getum gulltryggt það að þessi jólagjöf á eftir að hitta í mark.

Reindeer-cocoa-cones

Kakóhreindýr

Hráefni:

kakóduft

litlir sykurpúðar

plastpokar í laginu eins og kramarhús

rauðir dúskar

brúnn pípuhreinsir

fönduraugu

súkkulaðibitar, ef vill

límband eða lím

Aðferð:

Hellið kakódufti í poka, síðan sykurpúðum og því næst súkkulaðibitum en súkkulaðinu má sleppa. Lokið pokanum með límbandi og vefjið pípuhreinsi utan um límbandið og látið hann líta út eins og hreindýrshorn. Límið dúsk fyrir nef og tvö augu á pokann og þú ert komin/n með frábæran jólaglaðning.

reindeer-hot-chocolate-cones