FréttanetiðHeilsa

ÞÚ hefur þvegið hárið RANGT öll þessi ár.. NÆRINGIN er notuð… Á UNDAN sjampóinu

Við höfum öll okkar eigin rútínu þegar kemur að því að þvo og næra hárið.  Þú ert eflaust ein/n af fjölmörgum sem setur fyrst sjámpó í hárið og síðan hárnæringuna –  ekki satt?

En þetta er rangt hjá þér.  Fyrst er æskilegt að nota hárnæringuna og síðan sjampóið. Þú átt eftir að sjá og finna gríðarlega mikinn mun ef þú víxlar röðuninni sem gerir undur og þá sér í lagi fyrir þunnt eða feitt hár.

Rétt aðferð: Byrjaðu á því að bleyta hárið, makar hárnæringunni síðan í það (líka í hárrótina). Þá lætur þú næringuna bíða í hárinu í 2 mínútur eða meira. Svo skolar þú næringuna vel úr hárinu og þværð hárið með sjampóinu.