FréttanetiðFólk

Söguleg augnablik – MYNDIR

Við eigum það eflaust flest til að horfa á ljósmyndir og taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Í dag er þetta orðið nánast sjálfsagður hlutur hjá okkur, að taka myndir af því sem fyrir augu okkur ber, hvort sem er á símana okkar eða á myndavélar. En stundum sjáum við ljósmyndir sem eru svo sérstakar að við getum ekki annað en staldrað við. Ljósmyndir sem hafa náð að fanga söguleg augnablik eða atburð sem er svo sérstakur að við hreinlega getum ekki litið undan. Hér eru nokkrar slíkar myndir sem við hvetjum ykkur eindregið til þess að gefa ykkur tíma til að skoða. Þær eru sögulegar, einstakar og munu ná athygli þinni.

1

1. Opnunardagur Disneylands, árið 1955.
Disneyland er sannarlega ómissandi í dag í augum margra Bandaríkjamanna og hjá þeim fjölmörgu ferðamönnum sem sækja þennan fjölskylduvæna skemmtigarð.

2

2. Golden Gate brúin byggð, árið 1937.
Golden Gate hengibrúin er eitt helsta kennileyti San Francisco og er hún mikilvægt samgöngumannavirki. Á þessari mynd sést vel hversu stórbrotnar framkvæmdir liggja þarna að baki.

3

3.MGM ljónið, árið 1929.
Hver man ekki eftir glæsilega ljóninu sem tekur á móti okkur í upphafi svo margra kvikmynda? Þessi mynd sýnir augnablikið þar sem kvikmynda innslagið fræga varð til.

4

4. Byrgið hans Hitlers, árið 1945.
Þetta er talin vera fyrsta ljósmyndin sem tekin var af neðanjarðarbyrginu hans Hitlers eftir andlát hans. Maður fær hroll.

5

5. Effelturninn byggður, árið 1888.
Það er varla hægt að ímynda sér Parísarborg án hins stórfenglega Effelturns. Hér sést þegar hann var um það bil hálfnaður í byggingu.

6

6. Hoover stíflan, árið 1936.
Hoover stíflan er tignarlegt mannvirki. Hér sést hún í öllu sínu veldi, vatnslaus.

7

7. Rushmore – fjall, árið 1932
Hér er mjög athyglisverð mynd. Verið er að skera út höfuð George Washington úr Rushmore-fjalli. Þegar stærð útskurðarins er borin saman við mennina sem þarna eru að verki sést vel hversu glæsilegt listaverk þetta er.

8

8. Fyrsta Walmart verslunin, árið 1962.
Hér hófst Walmart veldið sem er í dag orðið margfalt stærra heldur en þessi litla verslun sem hér sést. Skyldi ljósmyndarann hafa grunað hvernig verslunin myndi stækka?

9

9. Frelsisstyttan búin til, árið 1884.
Það sem er sérstaklega magnað við þessa mynd er að hér sést hvernig verið er að búa til Frelsisstyttuna, í París! Hér á eftir að flytja hana til Bandaríkjanna. Það væri gaman að sjá myndir af því.

IOJKJ

10. Bítlarnir og Abbey Road, árið 1969.
Nei, þetta er ekki hin fræga mynd sem tekin var af Bítlunum sem prýddi albúmið Abbey Road. Þessi mynd er jú af Bítlunum þar sem þeir ganga yfir þessa víðfrægu gangbraut, en í hina áttina. Taktu eftir hvítu bjöllunni sem er lagt þarna út í vegkantinum, hún sést líka utan á plötualbúminu. Þessi mynd seldist fyrir $25.000 á uppboði árið 2012.

11

11. Titanic slysið, árið 1912.
Eftirlifendum Titanic slyssins er bjargað í skipið RMS Carpathia. Átakanlegt.

12

12. Ísjakinn sem grandaði Titanic, árið 1912.
Talið er að þetta sé ísjakinn sem grandaði Titanic. Á myndinni virðast einmitt vera för og dældir á ísjakanum.

13

13. Fjölskyldumynd á tunglinu, árið 1972.
Geimfarinn Charles Duke sem fór með Apollo 16 til tunglsins árið 1972 skyldi þessa fjölskyldumynd eftir á tunglinu. Hann pakkaði henni sérstaklega vel inn til þess að varðveita hana sem best.

14

14. Fyrsta ljósmyndin tekin í geiminum, árið 1946.
Sagan segir að þessi fyrsta mynd í geiminum hafi verið tekin með þeim hætti að hermenn hafi fest myndavél við flugskeyti sem skotið var upp.

15

15. Google höfuðstöðvarnar, árið 1999.
Hér sjáum við starfsfólk Google árið 1999 sem í dag hefur haft gríðarleg áhrif á notkun okkar á veraldarvefnum.

Loa
Lóa Guðrún Kristinsdóttir
Fréttanetið