FréttanetiðMatur & drykkir

Þú átt ekki eftir að geta HÆTT að borða þetta… því þetta er svo LJÚFFENGT – UPPSKRIFT

Þessi pekanhnetustykki eru gjörsamlega ómótstæðileg og svo einfalt að búa þau til. Passaðu þig bara – þú gætir klárað þau án þess að vita af því.

Pekanhnetustykki

Botn – hráefni:

170 g mjúkt smjör

100 g púðursykur

2 bollar hveiti

1/2 tsk salt

Pekanhnetutoppur – hráefni:

115 g smjör

200 g púðursykur

1/3 bolli hunang

2 msk rjómi

1/8 tsk salt

2 bollar saxaðar pekanhnetur

Aðferð:

Byrjum á botninum. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt form. Blandið smjörið við púðursykur og salt og hrærið vel, eða í um 3 til 5 mínútur. Bætið hveitinu rólega saman við og þrýstið deiginu síðan í botninn á forminu. Bakið í 20 mínútur eða þar til hann er gullbrúnn.

baked

Snúum okkur að pekanhnetutoppinum. Bræðið smjör, púðursykur, hunang, rjóma og salt saman yfir meðalhita. Leyfið blöndunni síðan að malla í um eina mínútu þegar hún er farin að sjóða. Takið pottinn af hellunni og hrærið hnetunum saman við. Hellið blöndunni yfir heitan botninn og bakið í 20 mínútur til viðbótar. Leyfið þessu að kólna alveg í forminu áður en þið skerið í bita.

baking